Frumbyrjur
Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.
Frumbyrjur er fimmta skáldsaga Dags Hjartarsonar, sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Ljósagang (2022) og einróma lof fyrir Sporðdreka (2024).
***** „Frumbyrjur er ljúfsár og heillandi saga um mannlegt eðli og ástina sem ósögð er“ Ragna Gestsdóttir / DV
„Afskaplega fallega skrifuð saga … mjög vel gert.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
„Frábær bók.“ Ingibjörg Iða Auðundardóttir / Kiljan
„Það er kyrrð og yfirvegun yfir þessari bók og hún er mjög fallega skrifuð.“ Egill Helgason / Kiljan
„Fegurðin í lífinu og dauðanum er kannski það sem mestu máli skiptir í þessari tilveru og það heppnast afar vel að koma því á framfæri í þessari nóvellu sem tekst á við stóru spurningarnar á fremur fáum en afar merkingarríkum blaðsíðum.“ Gauti Kristmannsson / Víðsjá
**** „Frumbyrjur hrífur lesandann með kyrrð og ljóðrænni nánd. Hún fjallar um hjú og kú, líf og dauða, ljós og myrkur en fyrst og fremst um smæðina sem verður stór.“ Hólmfríður María Bjarnadóttir / Heimildin
**** „Skáldsagan Frumbyrjur er gullfallegt verk með áhugaverð tengsl við íslenska og erlenda bókmenntasögu“ Kristján Jóhann Jónsson / MBL