Frumbyrjur

Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.

Frumbyrjur er fimmta skáldsaga Dags Hjartarsonar, sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Ljósagang (2022) og einróma lof fyrir Sporðdreka (2024).

Frumbyrjur (2025)
Dagur Hjartarson
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa